fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Skipreika í Karíbahafi í 24 daga – Tómatsósa bjargaði lífi hans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 21:00

Myndir frá kólumbíska sjóhernum af Francois og björgun hans. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember var Elvis Francois, 47 ára, á bát sínum undan ströndum St Martin, sem eru hluti af Hollensku Antilles, þegar öflugur straumur náði taki á báti hans og sópaði honum langt út á haf. Þetta var upphafið að 24 daga hrakningum um Karíbahafið.

„Ég hringdi í vini mína, þeir reyndu að ná sambandi við mig en ég missti sambandið. Það var ekkert annað að gera en að sitja og bíða en ég var ekki með neinn mat. Ég var bara með eina tómatsósuflösku,“ sagði hann eftir að honum var bjargað. Sky News skýrir frá þessu.

Hann fann einnig hvítlaukskorn og matarteninga. Hann blandaði þessu saman við vatn til að fá næga orku til að lifa af. Hann sagðist stöðugt hafa þurft að ausa vatni úr bátnum. Hann reyndi einnig að senda út neyðarkall en án árangurs.

Hann skrifaði „hjálp“ á bátinn og notaði spegil til að gefa flugmönnum flugvélar, sem var á leið yfir bátinn, merki og það varð til þess að til hans sást úr flugvélinni. Kólumbíski flotinn kom honum þá til aðstoðar.

Bátur hans var þá um 120 sjómílur norðvestan við La Guajira skagann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 5 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 1 viku

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 1 viku

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi