fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Farþegi var í beinni útsendingu á Facebook þegar flugvél fórst í Nepal í gær – Myndband

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 05:53

Skjáskot af myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél af gerðinni ATR 72-500 fórst í Nepal í gær þegar hún var á leið inn til lendingar í Pokhara. 72 voru um borð og létust allir í slysinu. Indverskur maður var í beinni útsendingu úr vélinni þegar slysið átti sér stað.

Hann var að senda út á Facebook þegar slysið átti sér stað og sýnir upptakan síðustu sekúndurnar áður en vélin skall til jarðar.

Sjónarvottur á jörðu niðri náði upptöku af vélinni í aðfluginu og sést þegar vélin fer skyndilega að halla mikið og stefnir í átt til jarðar.

Mikið eldhaf gaus upp þegar vélin skall niður í um 300 metra djúpt gil. Staðsetningin hefur gert björgunarstarfið mjög erfitt. Í gærkvöldi hafði tekist að ná um 30 líkum úr flakinu.

Vélin, sem var frá Yeti Airlines, hóf sig á flug frá flugvellinum í Katmandu klukkan 10.30 að staðartíma í gærmorgun. Áætlaður flugtími til Pokhara var 25 mínútur.  Auk nepalskra ríkisborgara var einn Frakki um borð, einn Íri, einn Argentínumaður, tveir Suður-Kóreumenn, fjórir Rússar og einn Ástrali auk fimm Indverja.

Fjórir af Indverjunum voru vinir sem voru á ferðalagi um Nepal. Þeir voru á leið til Pokhara til að stunda fallhlífarstökk í nokkra daga. The Times of India skýrir frá þessu.

Einn þeirra sendi út í beinni útsendingu á Facebook þegar vélin var í aðfluginu. Á upptökunni sést að þeir félagar voru í góðu skapi en skyndilega fóru hlutirnir úrskeiðis og að lokum sést mikið eldhaf gjósa upp. Útsendingin hélt áfram í um 30 sekúndur eftir að eldhafið braust út.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af þessari útsendingu með því að ýta Watch on YouTube hlekkinn. Við vörum viðkvæma við þeim myndum sem birtast í henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann