fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

16 mánaða drengur lést af völdum heilaétandi amöbu

Pressan
Föstudaginn 22. september 2023 07:00

Michael Alexander Pollock III. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

16 mánaða drengur, Michael Alexander Pollock III, lést nýlega af völdum heilaétandi amöbu. Talið er að hún hafi komist inn í hann þegar hann var að leik í buslugarði í Little Rock í Arkansas. Amöbur komast inn í líkamann í gegnum nefið.

Mirror skýrir frá þessu og segir að heilbrigðisyfirvöld í Arkansas hafi staðfest að Michael hafi smitast af heilaétandi amöbu, naegleria fowleri, og andlát hans sé fimmta staðfesta andlátið af völdum amöbu í Bandaríkjunum á þessu ári.

Michael lést á Arkansas Children‘s Hospital í Little Rock. Í tilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum segir að hann hafi líklega smitast þegar hann var að leik í buslugarði í Country Club of Little Rock. Sýni voru tekin úr buslugarðinum og fannst naegleria fowleri í einu þeirra.

Naegleria fowleri verður fólki venjulega að bana ef hún kemst inn í það að sögn bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar CDC. Hún lifir í jarðvegi og heitu ferskvatni á borð við vötn, ár og hveri.

Eina leið amöbunnar inn í líkamann er í gegnum nefið, engin hætta er á að smitast af henni í gegnum drykkjarvatn. Fyrstu einkenni smits eru mikill höfuðverkur, hiti, ógleði og uppköst. Því næst missir fólk meðvitund, sér ofsjónir, hnakkinn stífnar og það fær flog.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa