fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Játar að hafa selt líkamshluta sem var stolið frá læknadeild

Pressan
Mánudaginn 11. september 2023 07:00

Jeremy Pauley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku játaði Jeremy Pauley, frá Thompson í Pennsylvania, að hafa selt líkamshluta sem var stolið frá læknadeild Harvard háskólans og líkhúsi í Arkansas.

Sky News segir að hann sé einn sjö sem voru ákærð vegna málsins. Einn hinna ákærðu var ákærður fyrir að stela höfðum, heilum, húð og beinum úr líkhúsi.

Ákærur voru gefnar út á hendur fólkinu í júní og nú er dómur fallinn yfir Pauley. Hann var fundinn sekur en dómari á enn eftir að kveða upp um refsingu hans.

Pauley játaði að hafa tekið þátt í samsæri og að hafa flutt stolna hluti, líkamshluta, á milli ríkja. Hann sagðist hafa keypt líkhlutana af ýmsum aðilum, vitandi að þeir voru stolnir. Hann játaði einnig að hafa selt marga þeirra.

Cedric Lodge, frá Goffstown í New Hampshire, er ákærður fyrir að hafa stolið líkamshlutum af líkum sem voru gefin til læknadeildar Harvard háskólans. Hann var yfirmaður líkhúss læknadeildarinnar.

Hann tók suma líkamshlutana, þar á meðal höfuð, heila, húð og bein, með heim til sín en aðra sendi hann með pósti til kaupenda. Hann er einnig sagður hafa leyft væntanlegum kaupendum að heimsækja líkhúsið til að velja þá líkamshluta sem þeir vildu kaupa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Í gær

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 3 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat