fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

„Hraðatakmörk“ nýuppgötvaðs svarthols benda til nýrra eðlisfræðilögmála

Pressan
Sunnudaginn 10. september 2023 21:00

Svarthol.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árekstrar svarthola eru öflugustu árekstrarnir í alheiminum og því mjög áhugaverðir fyrir vísindamenn. Þegar ofurmassamikil svarthol stefna í árekstur geta þau náð allt að 10% af ljóshraða.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu Physical Review Letters, þá geta svarthol, sem stefna í árekstur, að hámarki ná 102 milljón km/klst sem er um 10% af ljóshraða.

Þessi hraði næst þegar svartholin eru við það renna saman eða sundrast að sögn vísindamanna.

Live Science segir að vísindamennirnir vonist til að geta sýnt fram á það með útreikningum að svartholin geti ekki farið hraðar en þetta og hyggjast nota afstæðiskenningu Einsteins við þá útreikninga. Ef þeim tekst þetta þá mun það hafa mikil áhrif á grundvallarlögmál eðlisfræðinnar.

Carlos Lousto, prófessor í stærðfræði og meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að í rannsókninni hafi aðeins verið krafsað í yfirborð einhvers sem geti verið eitthvað sem á við í öllum alheiminum. Þessi hraðatakmörk geti verið hluti af stærri hópi eðlisfræðilögmála sem hafa áhrif á allt „frá smæstu til stærstu hluta alheimsins“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum