fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Af hverju hatarðu að vakna á morgnana?

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 8. júlí 2023 07:30

Skjáskot/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar spurningin um af hverju svo mörg hreinlega hata að vakna á morgnana og eiga jafnvel gríðarlega erfitt með það er flett upp, upp á engilsaxnesku, í hinni almáttugu leitarvél Google, er fyrsta svarið sem kemur upp frá bandaríska sálfræðingnum Patricia Farrell, sem hún ritar á heilsuvefinn Medika Life.

Hún segir ástæðurnar fyrir því af hverju fólk byltir sér fram og aftur þegar vekjaraklukkan hringir á morgnana, óskar þess að geta sofið lengur og ýtir á „snooze“ ekki vera hversu þægileg dýnan sé, teppið eða sængin sem er svo notaleg og heldur ekkki að það deili rúmi með einstaklingi sem svo þægilegt er að kúra með.

Hún segir hluta skýringarinnar vera spenningur eða kvíði fyrir verkefnum dagsins en hennar sé ekki síst að leita í hinum líffræðilega takti innra með okkur. Líffræðilegi takturinn er margs konar og breytist eftir tíma dagsins og hvort dimmt eða bjart er.

Vísindamenn hafa komist að því að morgnarnir séu sérstaklega erfiðir fyrir fólk vegna þess líffræðilega takts sem snýr að magni hormónsins kortísól sem er þá yfirleitt í hámarki í líkamanum en svefn jafnt sem næturvinna getur haft áhrif á magnið og hvernig það byggist upp í líkamanum yfir daginn.

Kortísól er hormón sem hefur mikil áhrif á andlega jafnt sem líkamlega líðan fólks. Það getur orsakað bólgur, skapsveiflur, þunglyndi, kvíða og truflað svefn. Magn kortísóls byrjar ekki að minnka um leið og þú vaknar á morgnana það fer oftast ekki að minnka fyrr en um hádegisbilið. Það eykst svo aftur yfir nóttina þar til það nær hæstum hæðum á morgnana það er því í raun ekki skrýtið að það sé svona erfitt að vakna.

Hreyfing, hollur matur og slökun

Það er ekkert hægt að gera til að breyta því að kortísól rís hæst í líkamanum á morgnana en Farrell segir mögulegt að dreifa því betur yfir daginn í fyrsta lagi með því að stjórna betur þeirri streitu sem fólk upplifir. Aukin streita eykur magn kortísóls.

Í öðru lagi segir hún heilsusamlegt mataræði geta hjálpað í baráttunni við kortísól. Hún mælir sérstaklega með jógúrti, dökku súkkulaði og grænu te. Jógúrtgerlar hjálpi til við að halda heilbrigðri þarmaflóru og eins og hún bendir á hafa rannsóknir vísindamanna á undanförnum árum sýnt fram á tengsl góðrar þarmaflóru og góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu almennt.

Gott mataræði og slökunaræfingar geti hjálpað við að vakna á morgnana en einnig að stunda eitthvert áhugamál og líkamsrækt. Rannsóknir bendi til að þetta allt auki innspýtingu taugaboðefnanna dópamíns og serótóníns sem bæti vellíðan og dragi úr sársauka.

Hver einstaklingur verði þó að kanna hvað nákvæmlega hentar honum í þessum efnum því það sé ekki eitt sem gildi fyrir öll. Mismunandi fólk þurfi t.d. mismikla hreyfingu til að stuðla að því að auðveldara verði að vakna á morgnana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“