fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Segjast vera einskis virði í huga stjórnmálamanna

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 10:51

Frá óeirðunum í Frakklandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna viku hafa geisað mótmæli og óeirðir í Frakklandi vegna dauða 17 ára pilts, Nahel Merzouk, sem var skotinn til bana af lögreglumanni við umferðareftirlit. Dauði Nahel hefur einnig komið af stað umræðu um jaðarsetningu fólks í frönsku samfélagi sem á uppruna sinn að rekja til fyrrum nýlendna Frakklands.

BBC hefur farið um Frakkland og rætt við fólk í hverfum þar sem innflytjendur og afkomendur innflytjenda eru hátt hlutfall íbúa. Einn þeirra er Amine Kessaci sem býr í borginni Marseille. Hann segir BBC frá því að eldri bróðir hans hafi snemma leiðst út í slæman félagsskap og farið að stunda fíkiniefnasölu sem hafi endað með því að fyrir tveimur árum fannst lík hans í bíl sem kveikt hafði verið í.

Amine, sem er 19 ára, ólst upp í félagslegu húsnæði í hverfi þar glæpagengi vaða upp og ofbeldi tengt fíkniefnasölu er nánast daglegt brauð. Hann segir freistandi fyrir ungmenni úr fátækum fjölskyldum, sem eiga ekki mikla framtíð fyrir sér, að selja fíkiniefni. Það séu engir valkostir aðrir nema að vinna láglaunastörf í þjónustugeiranum.

Óeirðirnar komu honum ekki á óvart og þeir voru að sögn sérstaklega slæmar í Marseille. Hann segir að það sé alltaf sama óreiðan, ekkert breytist og hann skilji vel reiði ungmenna sem eiga sams konar bakgrunn og hann.

Óeirðirnar hafa brugðið ljósi á reiði, vanmátt og höfnunartilfinningu sem svo margir borgarar í Frakklanadi finna fyrir.

BBC ræddi við konu, sem nefnd er Mado, sem býr í sömu íbúðablokk og Amine. Hún segir óþrifnað mikinn, öryggi lítið en fyrir stjórnmálamönnum séu íbúarnir einskis virði. Fólk í þessari stöðu er orðið langþreytt á að fá engin tækifæri í frönsku samfélagi og vera fast í fátæktargildru.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lofað að veita fé sérstaklega til að berjast gegn glæpum og fátækt í Marseille. Hann heimsótti borgina fyrir skömmu og sagði umbætur þurfa að ganga hraðar. Amine, sem starfar nú við að halda ungmennum frá glæpum, hefur hitt forsetann tvisvar en er búinn að missa trú á honum. Hann segir forsetann ekki hlusta.

Jafnræði er eitt af opinberum grunngildum Frakklands en staðan, a.m.k. í Marseille, virðist sú að það sé í dag í rauninni markmið sem stefnt er að í orði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro