fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Pressan

El Nino er staðreynd þetta árið og eykur hættuna á öfgaveðri

Pressan
Þriðjudaginn 13. júní 2023 06:45

El Nino. Mynd: nps.gov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagssérfræðingar hafa mánuðum saman sagt að El Nino veðurfyrirbærið væri yfirvofandi. Nú hefur bandaríska veðurstofan NOAA staðfest það opinberlega að El Nino sé skollinn á.

El Nino eykur líkurnar á að hitabeltisstormar myndist í Kyrrahafinu, gríðarlegri úrkomu í Suður-Ameríku og þurrum í Ástralíu.

Michelle L´Heureux, loftslagssérfræðingur, segir á heimasíðu NOAA að það velti á styrk El Nino hver áhrifin verða. Meðal annars hversu mikil hætta er á mikilli úrkomu og þurrkum á ákveðnum stöðum í heiminum.

El Nino hefur margvísleg áhrif á veður og loftslag í stórum hluta heimsins. Síðast lét veðurfyrirbærið á sér kræla 2018 og 2019.

Ástralir vöruðu nýlega við áhrifum El Nino og sögðu að fyrirbærið muni valda miklum hita og þurrkum í landinu sem glímir nú þegar við mikla gróðurelda.

Reiknað er með að El Nino muni valda því að hitamet falli.

L´Heureus sagði að loftslagsbreytingarnar geti bæði aukið áhrif El Nino og dregið úr þeim. Til dæmis geti El Nino leitt til þess að ný hitamet verði sett, sérstaklega á svæðum þar sem El Nino hefur áður valdið miklum hita.

Það er venjulega árið eftir komu El Nino að óvenjulega miklir hitar verða. Það þýðir þá að árið 2024 getur orðið mjög heitt og mörg hitamet gætu fallið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn
Pressan
Í gær

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar