fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Uppgötvuðu risastóran hver á einu tungla Satúrnusar – Spýr vatni mörg hundruð kílómetra út í geim

Pressan
Laugardaginn 3. júní 2023 12:00

Cassini á braut um Satúrnus. Mynd:NASA/JPL-Caltech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Webb geimsjónaukinn náði nýlega myndum af hver á Enceladusi, einu tungla Satúrnusar, spúa vatni langt út í geim. Í þessum vatnsstróki gætu leynst sum þeirra efna sem eru nauðsynleg til að líf geti myndast.

Eftir því sem segir í umfjöllun Live Science um málið þá náðust myndirnar í nóvember á síðasta ári en vísindamenn skýrðu fyrst frá þeim á ráðstefnu í Baltimore um miðjan maí.

Sara Faggi, stjörnufræðingur hjá Goddard Space Flight Center hjá NASA, sagði á ráðstefnunni að strókurinn hafi verið gríðarlega stór og að verið sé að vinna að vísindagrein um málið.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem vísindamenn sáu Enceladus spúa vatni en þar sem James Webb sjónaukinn er með miklu breiðara sjónsvið og mun nákvæmari en forverar hans þá sáu vísindamenn að strókurinn náði miklu lengra út í geim en þeir höfðu talið til þessa.

Vísindamenn sáu í stróka af þessu tagi frá Enceladus í fyrsta sinn árið 2005 þegar  Cassini geimfar NASA náði myndum af ísögnum skjótast upp í gegnum stórar sprungur á yfirborði tunglsins. Þessir strókar eru svo öflugir að efni úr þeim myndar einn af hringjum Satúrnusar að sögn NASA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju