fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Sögufrægt sverð seldist fyrir 2,3 milljarða

Pressan
Laugardaginn 3. júní 2023 07:30

Sverðið dýra. Mynd:Bonhams

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverð Tipu Sultan, sem var frægur konungur á Indlandi á átjándu öld, var nýlega selt á uppboði í Lundúnum. Söluverðið var 14 milljónir punda en það svarar til um 2,3 milljarða íslenskra króna.

Tipu var þekktur fyrir að hafa stýrt hersveitum sínum í stríðum í suðurhluta Indlands.

Söluverðið var sjöfalt hærra en reiknað var með að sögn CNN. Um leið var sett nýtt sölumet hvað varðar hæsta söluverð indversks eða íslamsks hlutar á uppboði að því er segir í tilkynningu frá uppboðshúsinu Bonhams.

Í tilkynningunni segir að sverðið eigi sér einstaka sögu og sé ótrúlega fallegt og vel gert.

Það voru þrír aðilar sem börðust um sverðið og var sá sem best bauð reiðubúinn til að greiða 2,3 milljarða fyrir það.

Tipu var konungur Mysore í suðurhluta Indlands frá 1782 til 1799. Hann fékk viðurnefnið „Tiger of Mysore“ vegna þess hversu grimmdarlega hann varði konungsríki sitt.

Breskir hermenn felldu Tipu í maí 1799 þegar þeir réðust á Seringapatam, sem var höfuðborg ríkis hans. Sverðið dýra fannst í vistarverum hans í höllinni og var gefið David Baird, hershöfðingja, í þakklætisskyni fyrir hugrekki hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa