fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Sögufrægt sverð seldist fyrir 2,3 milljarða

Pressan
Laugardaginn 3. júní 2023 07:30

Sverðið dýra. Mynd:Bonhams

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverð Tipu Sultan, sem var frægur konungur á Indlandi á átjándu öld, var nýlega selt á uppboði í Lundúnum. Söluverðið var 14 milljónir punda en það svarar til um 2,3 milljarða íslenskra króna.

Tipu var þekktur fyrir að hafa stýrt hersveitum sínum í stríðum í suðurhluta Indlands.

Söluverðið var sjöfalt hærra en reiknað var með að sögn CNN. Um leið var sett nýtt sölumet hvað varðar hæsta söluverð indversks eða íslamsks hlutar á uppboði að því er segir í tilkynningu frá uppboðshúsinu Bonhams.

Í tilkynningunni segir að sverðið eigi sér einstaka sögu og sé ótrúlega fallegt og vel gert.

Það voru þrír aðilar sem börðust um sverðið og var sá sem best bauð reiðubúinn til að greiða 2,3 milljarða fyrir það.

Tipu var konungur Mysore í suðurhluta Indlands frá 1782 til 1799. Hann fékk viðurnefnið „Tiger of Mysore“ vegna þess hversu grimmdarlega hann varði konungsríki sitt.

Breskir hermenn felldu Tipu í maí 1799 þegar þeir réðust á Seringapatam, sem var höfuðborg ríkis hans. Sverðið dýra fannst í vistarverum hans í höllinni og var gefið David Baird, hershöfðingja, í þakklætisskyni fyrir hugrekki hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum