fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Joe Biden féll

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 1. júní 2023 21:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden Bandaríkjaforseti, er elsti maðurinn til að gegna því embætti en hann fagnaði áttræðisafmæli í nóvember síðast liðnum. Það vakti því töluverða athygli í kvöld þegar forsetinn féll í útskriftarathöfn hjá bandaríska flughernum í Coloradi.

Virtist forsetinn fyrst hrasa um eitthvað og féll hann í kjölfarið niður á sviðið, er hann var að úthluta útskrifarskírteinum til flugnemanna. Í kjölfarið hjálpuðu embættismenn flughersins honum upp og gat hann svo gengið án aðstoðar aftur að sæti sínu.

Forsetinn hafði áður staðið í um 90 mínútur, en hann var að taka í hendur útskriftarnemanna sem voru 921 talsins.

Talsmaður Hvíta hússins hefur gefið út að forsetinn sé við góða heilsu og hafi ekki orðið meint af. Sandpoki hafi verið á sviðinu og hafi forsetinn hrasað um hann

Að athöfninni lokinni sást forsetinn skokka aftur að bílalestinni sem hann ferðast með svo líklega er hann ómeiddur.

Andstæðingar forsetans hafa haldið þvi fram að Biden sé hreinlega alltof gamall til að gegna embættinu annað kjörtímabil, en hann verður 82 við upphaf næsta kjörtímabils. Talið er að fall forsetans í dag eigi eftir að gefa þeirri gagnrýni byr undir báða vængi, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast af forsetanum að hrasa.

Fyrrum forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur tjáð sig um fallið og sagðist hann vona að forsetinn væri ómeiddur. Sjálfur er Trump 76 ára gamall svo ekki eru nema fjögur ár á milli þeirra, svo líklega mun Trump ekki ná langt með aldursfordómum í garð sitjandi forsetans, en Trump stefnir á að bjóða sig aftur fram í næstu kosningum.

Biden gekkst síðast undir læknisskoðun í febrúar og var úrskurðaður heilsuhraustur og sagður fullfær til að gegna skyldum sínum.

BBC greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“