fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Lögreglan skaut 11 ára dreng sem hafði hringt og beðið um aðstoð

Pressan
Þriðjudaginn 30. maí 2023 21:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 ára drengur er á batavegi eftir að hafa verið skotinn af lögreglumanni sem kom heim til hans eftir að drengurinn hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð lögreglun.

Drengurinn, sem heitir Aderrien Murry, hringdi og bað um aðstoð lögreglu á heimili sitt í Indianola í Mississippi vegna heimilisófriðar.

CNN hefur eftir móður hans, Nakala Murry, að barnsfaðir hennar hafi komið heim til hennar og hafi verið æstur og hafi hún því beðið Aderrien að hringja í lögregluna til öryggis.

Hún sagði að lögreglumaður hafi mætt á svæðið og komið upp að útidyrunum með skammbyssu í hönd. Hann hafi beðið þá sem voru inni að koma út. Þegar Aderrien hafi komið fyrir horn út úr stofunni hafi hann verið skotinn. „Ég skil þetta ekki. Sami lögreglumaður sagði honum að koma út úr húsinu og hann gerði það og var skotinn. Hann spurði í sífellu: „Af hverju skaut hann mig? Hvað gerði ég rangt?“,“ sagði hún.

Hún sagði að Aderrien hafi verið fluttur á sjúkrahús með samanfallið lunga, brákuð rifbein og skaddaða lifur. Hann var settur í öndunarvél og barkaþræddur. Hann fékk að fara heim nokkrum dögum síðar.

Lögreglan í Indiana staðfesti í samtali við CNN að lögreglumaðurinn sem skaut Aderrien heiti Greg Capers en veitti ekki frekari upplýsingar um málið.

Lögmaður Murray fjölskyldunnar sagði að Capers hafi verið sendur í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju