fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Brúðkaupið breyttist í martröð – Nú höfðar brúðguminn mál

Pressan
Mánudaginn 22. maí 2023 16:00

Frá brúðkaupi Aric og Samantha Hutchinson. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaup Samantha Hutchinson og Aric Hutchinson breyttist í sannkallað martröð þegar ölvaður ökumaður ók aftan á golfbíl, sem brúðarparið var að yfirgefa veisluna í, með þeim afleiðingum að Samantha lést. Tveir ættingjar þeirra, sem voru í golfbílnum, slösuðust lítillega og Aric slasaðist alvarlega.

Þetta gerðist fyrir þremur vikum í South Carolina. Nú hefur Aric höfðað mál á hendur ölvaða ökumanninum og nokkrum börum. CNN skýrir frá þessu.

Eftir því sem segir í stefnunni þá hafði ölvaði ökumaðurinn, hin 25 ára Jamie Lee Komoroski, verið á pöbbarölti áður en hún settist undir stýri. Hafði hún farið á nokkra bari.

Þrátt fyrir að hún hafi verið áberandi ölvuð héldu barþjónar áfram að selja henni áfengi og/eða leyfa henni að drekka áfengi á stöðunum segir í stefnunni. Einnig kemur fram að það sé á ábyrgð staðanna að hafna því að selja fólki áfengi ef það er greinilega ölvað.

Blóðsýni, sem var tekið úr Komoroski eftir slysið, sýndi að áfengismagnið í blóði hennar var þrefalt hærra en heimilt er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta