fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Brúðkaupið breyttist í martröð – Nú höfðar brúðguminn mál

Pressan
Mánudaginn 22. maí 2023 16:00

Frá brúðkaupi Aric og Samantha Hutchinson. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaup Samantha Hutchinson og Aric Hutchinson breyttist í sannkallað martröð þegar ölvaður ökumaður ók aftan á golfbíl, sem brúðarparið var að yfirgefa veisluna í, með þeim afleiðingum að Samantha lést. Tveir ættingjar þeirra, sem voru í golfbílnum, slösuðust lítillega og Aric slasaðist alvarlega.

Þetta gerðist fyrir þremur vikum í South Carolina. Nú hefur Aric höfðað mál á hendur ölvaða ökumanninum og nokkrum börum. CNN skýrir frá þessu.

Eftir því sem segir í stefnunni þá hafði ölvaði ökumaðurinn, hin 25 ára Jamie Lee Komoroski, verið á pöbbarölti áður en hún settist undir stýri. Hafði hún farið á nokkra bari.

Þrátt fyrir að hún hafi verið áberandi ölvuð héldu barþjónar áfram að selja henni áfengi og/eða leyfa henni að drekka áfengi á stöðunum segir í stefnunni. Einnig kemur fram að það sé á ábyrgð staðanna að hafna því að selja fólki áfengi ef það er greinilega ölvað.

Blóðsýni, sem var tekið úr Komoroski eftir slysið, sýndi að áfengismagnið í blóði hennar var þrefalt hærra en heimilt er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar