fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Keypti „óþægilegan“ fótskemil í nytjamarkaði – Trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað var inni í honum

Pressan
Laugardaginn 20. maí 2023 20:00

Fótskemillinn. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flesta dreymir eflaust um það einhvern tímann á lífsleiðinni að þeir finni eitthvað, kaupi eitthvað eða erfi eitthvað sem reynist vera mjög verðmætt, verðmætara en hægt er að ímynda sér.

Öðru hvoru heyrast sögur um slíkt og þetta er ein þeirra.

Í desember 2019 fór Howard Kirby, eldri maður sem býr í Owosso í Michigan, í nytjamarkað til að kaupa húsgögn. Í versluninni Humanity ReStore keypti hann notaðan sófa og fótskemil fyrir 70 dollara.

Óhætt er að segja að hann hafi fengið miklu meira en hann greiddi fyrir.

Hann fór heim með sófann og fótskemilinn. Á næstu vikum tók hann eftir því að fótskemillinn var „undarlegur“ þegar sest var á hann. Það var mikill munur á hversu þægilegur hann og sófinn voru en þeir voru sett.

Dag einn renndu hann og dóttir hans rennilásnum á fótskemlinum upp og trúðu varla eigin augum þegar þau sáu læstan kassa inni í honum.

Ekki dró úr undrun þeirra þegar þau opnuðu kassann og fundu fjölda seðlabúnta. Í heildina voru 43.170 dollarar í kassanum.

Howard, sem var nýfarinn á eftirlaun á þessum tíma, hafði lagalegan rétt á að halda peningunum og hafði í sjálfu sér mikla þörf fyrir þá.

Hann hafði misst nýra, fjölskyldumeðlimur hafði látist úr krabbameini og sonur hans hafði nýlega misst vinnuna. Þess utan var kominn tími til að skipta um þak á húsi Howard.

En hann ákvað að hann gæti ekki haldið peningunum og setti sig í samband við nytjamarkaðinn til að fá upplýsingar um hver hafði gefið fótskemilinn. Hann setti sig síðan í samband við viðkomandi og lét hann fá alla peningana.

Eigandi þeirra var Kim Newberry. Hann vildi gjarnan gera eitthvað fyrir Howard vegna þess hversu heiðarlegur hann var. Hann bauðst til að greiða fyrir viðgerð á þakinu á húsi hans en ekki kom til þess því Habitat for Humanity og verktaki einn höfðu þá þegar ákveðið að gefa Howard nýtt þak eftir að hafa frétt af heiðarleika hans og erfiðleikum.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið