fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Hættulegir augndropar í umferð – Hafa orðið þremur að bana

Pressan
Föstudaginn 31. mars 2023 04:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 68 hafa orðið fyrir eitrunaráhrifum, þrjú dauðsföll hafa verið staðfest, átta hafa misst sjónina og fjórir hafa neyðst til að láta fjarlægja auga.

Þetta er afleiðing af því að hafa notað mengaða augndropa frá EzriCare og Delsam Pharma. Þessir augndropar eru ekki lyfseðilsskyldir í Bandaríkjunum.

Droparnir voru teknir af markaði í febrúar. Eitrunartilvik hafa verið staðfest í 16 ríkjum að sögn bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar, CDC.

Droparnir eru framleiddi í Indlandi. Talið er að þeir innihaldi afbrigði af veirunni pseudomonas aeruginosa en þetta afbrigði hefur aldrei áður fundist í Bandaríkjunum.

CDC hefur ekki skýrt frá í hvaða ríkjum eitrunartilfelli hafa komið upp en flest bendir til að eitt, að minnsta kosti, hafi komið upp í Flórída. Clara Oliva, 68 ára, notaði dropa frá EzriCare og missti annað augað. Hún ætlar nú að lögsækja fyrirtækið og krefjast bóta að sögn New York Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa