fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Þessi mistök gera margir varðandi hvað á að fara í ísskápinn

Pressan
Laugardaginn 4. mars 2023 18:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veist þú hvað á að geyma í ísskáp og hvað ekki? Ert þú ein(n) af þeim sem geymir allskonar sósur í ísskápnum? Ef svo er, þá ættir þú kannski að hugsa þig aðeins um.

Almenna reglan er að það sem inniheldur edik, sykur, salt og alkóhól þarf ekki að geyma í ísskáp. Á hinn bóginn er reglan að geyma á sósur, sem innihalda mjólkurvörur, í ísskáp.

Today.com ræddi við Lauren Feingold, næringarsérfræðing, um hvað á að geyma í ísskáp og hvað ekki.

Hún sagði að almenna reglan sé að geyma eigi sósur á borð við tómatsósu, sinnep og sterkar sósur í skápum, það sé engin þörf á að geyma þær í ísskáp nema þær séu notaðar mjög sjaldan. Tómatsósa geymist í mánuð utan ísskáps og sinnep í tvo mánuði sagði hún.

En sumt þarf alltaf að geyma í ísskáp. Það segir sig auðvitað sjálft að mjólkurvörur eru þar á meðal og sósur sem innihalda rjóma eða jógúrt. Majónes er búið til úr eggjum og á að geyma í ísskáp.

Hnetuolíur og möndlu- og sesamolíur eiga líka að fara í ísskápinn sagði Feingold.

Sultur og þess háttar vörur innihalda sykur og þola því geymslu utan ísskáps en það eru samt sem áður mistök að geyma þessar vörur ekki í ísskápnum sagði Feingold. Ástæðan er að það eykur endingartíma þeirra mikið að vera í ísskáp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“