fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Mun minni kolanotkun í Evrópu en talin var þörf á

Pressan
Laugardaginn 18. febrúar 2023 10:00

Kolanáma og kolaorkuver í Welzow-Süd í Þýskalandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni var meira rafmagn framleitt með vindi og sól í aðildarríkjum Evrópusambandsins en með nokkrum öðrum hætti. Þetta kom í veg fyrir að nota þyrfti eins mikið af kolum og óttast var.

Þegar lokaðist fyrir gasstreymið frá Rússlandi til Evrópu á síðasta ári settu mörg ríki, þar á meðal Þýskaland, Ítalía og Bretland, kolaorkuver í viðbragðsstöðu til að mæta yfirvofandi gasskorti. Þetta olli mörgum áhyggjum því vitað er að jarðefnaeldsneyti menga meira en aðrir orkugjafar.

En með því að það tókst að framleiða svo mikið rafmagn með vind- og sólarorku tókst að koma í veg fyrir að brenna þyrfti eins miklu magni kola og óttast var.

Á síðasta ári var 22% af raforkunni í ESB framleidd með vind- og sólarorku. Sky News skýrir frá þessu.

Kol voru notuð til að framleiða 16% af því rafmagni sem þurfti og jókst hlutfall kolanotkunar við raforkuframleiðslu um 1,5 prósentustig.

Það kom álfubúum einnig til góða að raforkunotkun dróst saman um 7,9% á síðasta ársfjórðungi 2022 miðað við sama tímabil 2021. Milt veður hafði mikið um þetta að segja en einnig áhyggjur fólks af raforkuverði, bætt nýting raforku og minni rafmagnsnotkun almennings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar