Daily Mail skýrir frá þessu. Fram kemur að Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans segi að þrátt fyrir þrjú erfið ár með heimsfaraldur kórónuveirunnar skorti mikið upp á að ríki heims hafi komið sér upp sterkum kerfum til að bregðast við nýjum heimsfaraldri. Segja samtökin að nauðsynlegt sé að koma upp sjóðum, byggja upp traust og staðbundin netverk til að vera undir næsta heimsfaraldur búin. Það hefur hins vegar ekki verið gert að mati samtakanna sem segja að öll ríki heims séu „hættulega óundirbúin“ undir faraldra framtíðarinnar og að ríki heims séu ekki betur undir faraldra búin núna en 2019.
Segja samtökin að ríki heims verði að undirbúa sig undir hamfarir af ýmsu tagi, ekki bara eina tegund. Það verði að undirbúa ríkin undir margar tegundir hamfara sem geta jafnvel skollið á samtímis.
Samtökin segja að hamförum tengdum veðri hafi fjölgað sem og sjúkdómsfaröldrum. Öfgaveðuratburðum fer fjölgandi og geta okkar til að takast á við þá er mjög takmörkuð að mati samtakanna.