Þetta kemur fram í nýrri leynilegri skýrslu sem var unnin fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Dpa fréttastofan hefur komist yfir skýrsluna og skýrði frá þessu.
Segir dpa að í skýrslunni komi fram að talið sé að tölvuþrjótarnir hafi stolið á bilinu 630 til 1.000 milljónum dollara. Þetta er hæsta upphæðin sem þeir hafa náð að stela á einu ári fram að þessu.
Peningarnir skipta miklu fyrir norðurkóresku einræðisstjórnina sem notar þá meðal annars til að fjármagna kjarnorkuvopnaáætlun sína.
Tölvuárásirnar eru meðal annars taldar hafa verið gerðar af Lazarus samtökunum og fjölda undirhópa samtakanna. Algengasta aðferð þeirra er að læsa tölvukerfum og krefjast lausnargjalds.