fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Norðurkóreskir tölvuþrjótar stálu einum milljarði dollara á síðasta ári

Pressan
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 05:40

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta stálu norðurkóreskir tölvuþrjótar, sem starfa fyrir einræðisstjórn landsins, einum milljarði dollar með tölvuárásum.

Þetta kemur fram í nýrri leynilegri skýrslu sem var unnin fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Dpa fréttastofan hefur komist yfir skýrsluna og skýrði frá þessu.

Segir dpa að í skýrslunni komi fram að talið sé að tölvuþrjótarnir hafi stolið á bilinu 630 til 1.000 milljónum dollara. Þetta er hæsta upphæðin sem þeir hafa náð að stela á einu ári fram að þessu.

Peningarnir skipta miklu fyrir norðurkóresku einræðisstjórnina sem notar þá meðal annars til að fjármagna kjarnorkuvopnaáætlun sína.

Tölvuárásirnar eru meðal annars taldar hafa verið gerðar af Lazarus samtökunum og fjölda undirhópa samtakanna. Algengasta aðferð þeirra er að læsa tölvukerfum og krefjast lausnargjalds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni