Stiglitz fékk Nóbelsverðlaunin árið 2001. Hann hefur verið frumkvöðull á sviði margra hugmynda er varða alþjóðavæðingu og ójöfnuð. Hann segir að ef tekinn verði upp sérstakur 70% skattur á heimsvísu á ríkasta fólkið verði það „skynsamlegt“.
The Guardian skýrir frá þessu og segir að hann hafi sagt að ef skattar á ríkt fólk og hátekjufólk verði hækkaðir muni það hugsanlega verða til þess að það vinni aðeins minna en á móti komi að með þessu verði meiri jöfnuður í samfélaginu.
Hann sagði að hátekjuskattur af þessu tagi muni leiða til meiri jöfnuðar en það að leggja sérstakan auðlegðarskatt á eigur ríkasta fólksins muni hafa mun meiri áhrif á líftíma nokkurra kynslóða.
„Við eigum að skattlegja auð mun meira, því mikið af þessum auð fékk fólk í arf. Til dæmis ungu Walmarts, þeir erfðu auðinn sinn. Einn af vinum mínum lýsti þessum sem að vinna í sæðislottóinu, þeir völdu réttu foreldrana. Ég held að við verðum að átta okkur á að flestir milljarðamæringar eignuðust auð sinn fyrir heppni,“ sagði hann.