fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Óbólusettir COVID-sjúklingar í meiri hættu á að deyja í 18 mánuði eftir sýkingu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 18:00

Óbólusettir eru líklegri til að deyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óbólusettir COVID-sjúklingar eru í meiri hættu á að deyja og fá hjartasjúkdóma í að minnsta kosti 18 mánuði eftir sýkingu.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem 160.000 manns tóku þátt í á fyrsta ári heimsfaraldursins. Á þeim tíma voru engin bóluefni komin fram. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að niðurstöðurnar sýni að þeir sem smituðust af veirunni frá mars til nóvember 2020 hafi verið allt að 81 sinnum líklegri til að deyja á fyrstu þremur vikunum eftir að þeir smituðust en þeir sem ekki smituðust. Einu og hálfu ári síðar var þetta fólk allt að fimm sinnum líklegar til að deyja en fólk sem hafði ekki smitast af veirunni.

COVID-sjúklingarnir voru einnig í meiri hættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma í allt að 18 mánuði eftir smit. Segja vísindamennirnir að þetta sé hluti af langvarandi COVID. Meðal þessara hjartasjúkdóma eru kransæðasjúkdómar, hjartaáfall og blóðtappi í djúpæðakerfi.

Vísindamennirnir segja að niðurstöðurnar bendi til að fylgjast eigi með heilsufari COVID-sjúklinga í að minnsta kosti eitt ár eftir að þeir jafna sig af veikindunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld