fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Myndin sem vakti mikla athygli Dana – Af hverju eru einkennisklæddir lögreglumenn með barnavagna?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 06:58

Lögreglumenn með barnavagna. Mynd:Lögreglan í Kaupmannahöfn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndinni, sem fylgir þessari frétt, hefur verið mikið dreift á samfélagsmiðlum í vikunni og hefur hún vakið mikla athygli hjá Dönum. Ástæðan er auðvitað að fólk á ekki von á að sjá einkennisklæddan lögreglumann á gangi með barnavagn og hvað þá þrjá.

Myndin var tekin á þriðjudaginn þegar lögreglan var við störf á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn. Þar kom upp gasleki í skóla og sambyggðum leikskóla. Af þeim sökum þurfti að rýma skólana.

Lekinn kom upp í miðjum hádegisblundi yngstu leikskólabarnanna og því var ekki annað til ráða hjá lögreglumönnum en að flytja sofandi börnin í barnavögnunum yfir í Frederiksberg Centret, sem er í um 400 metra fjarlægð frá skólanum, þar sem móttökustöð hafði verið komið upp fyrir börnin.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við TV2 að myndin sýni vel að lögreglumenn lenda í fjölbreyttum verkefnum.

Peter Lykke Lind, sem á tvö börn á leikskólanum, hrósaði lögreglunni og leikskólakennurunum fyrir framgöngu þeirra og sagði að þeim hafi tekist að gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir börnin. Þeim hafi fundist spennandi að vera flutt yfir í verslunarmiðstöðina og fá að vera að leik í tómu verslunarrými á þriðju hæð þar til foreldrar þeirra komu og sóttu þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn