fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Í fyrsta sinn í 60 ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 18:00

Frá Kína. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fækkaði Kínverjum og er það í fyrsta sinn síðan 1961 sem það hefur gerst. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá kínversku hagstofunni.

Í árslok 2022 voru íbúar landsins 1.411.750 en ári áður voru þeir 1.412.600. Þeim fækkaði því um 850.000.

Þessi fólksfækkun er talin sögulegur viðburður og vænta margir þess að þetta sé upphafið að löngum tímabili fólksfækkunar. Jafnvel er talið að Indverjar taki fram úr Kína innan skamms sem fjölmennasta ríki heims.

Fæðingartíðnin í Kína á síðasta ári var 6,7 fæðingar á hverja 1.000 íbúa en 2021 var hlutfallið 7,52 fæðingar á hverja 1.000 íbúa. Fæðingartíðnin á síðasta ári er sú lægsta sem hefur mælst í landinu.

Á síðasta ári voru skráð 7,37 andlát á hverja 1.000 íbúa en ári áður var hlutfallið 7,18 dauðsföll á hverja 1.000 íbúa. Dánartíðnin hefur ekki verið hærri síðan 1976.

Helstu ástæðurnar fyrir fólksfækkuninni eru stefnan um að hjón og sambúðarfólk mætti aðeins eignast eitt barn, sem var í gildi frá 1980 til 2015, og hversu dýrt það er að mennta sig. Það hefur valdið því að mörg pör fresta barneignum eða hætta við þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks