fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Ætlar þú að léttast á árinu? Þá þarftu að hafa þessi atriði í huga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. janúar 2023 15:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust hafa margir strengt þess heit um áramótin að árið 2023 verði árið sem þeir taka sig á og léttast. Þetta er auðvitað gott áramótaheiti og frábært að taka upp betri lífshætti. En það þarf viljastyrk og aga til að ná þessu markmiði. Það er því ekki úr vegi að gera áætlun og temja sér holla lífshætti til að ná markmiðinu.

Það þarf að muna að það er ekki skammtímaverkefni að léttast, þetta er langt ferli þar sem þarf að taka ákvarðanir sem tryggja hollari lífshætti.

Í umfjöllun Dagens er bent á þrjú mikilvæg atriði sem þarf að hafa sérstaklega í huga þegar það á að léttast.

Mataræði: Það er mikilvægt að borða hollan mat sem inniheldur nauðsynleg bætiefni. Grænmeti, ávextir, gróft korn, magurt prótín og holl fita þarf að vera á matseðlinum. Einnig er mikilvægt að takmarka neyslu óhollra matvæla á borð við skyndibitafæði, gosdrykki og nasl. Slík matvæli eru full af viðbættum sykri og fitu.

Hreyfing: Regluleg hreyfing hjálpar þér að bæta efnaskiptin og brenna hitaeiningum til að þú léttist. Það er góð hugmynd að finna þá hreyfingu sem þér finnst skemmtileg, til dæmis gönguferðir, sund eða hjólreiðar, og láta hana passa inn í hina daglegu rútínu.

Dægurrytmi: Það er mikilvægt að fá nægan svefn og hafa hollan dægurrytma. Þegar þú ert með reglulega rútínu eru meiri líkur á að þú veljir holla kosti þegar kemur að hreyfingu og mataræði. Of lítill svefn getur einnig valdið aukinni matarlyst og tilhneigingu til að taka ákvarðanir sem ýta undir neyslu óholls matar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær