Það þarf að muna að það er ekki skammtímaverkefni að léttast, þetta er langt ferli þar sem þarf að taka ákvarðanir sem tryggja hollari lífshætti.
Í umfjöllun Dagens er bent á þrjú mikilvæg atriði sem þarf að hafa sérstaklega í huga þegar það á að léttast.
Mataræði: Það er mikilvægt að borða hollan mat sem inniheldur nauðsynleg bætiefni. Grænmeti, ávextir, gróft korn, magurt prótín og holl fita þarf að vera á matseðlinum. Einnig er mikilvægt að takmarka neyslu óhollra matvæla á borð við skyndibitafæði, gosdrykki og nasl. Slík matvæli eru full af viðbættum sykri og fitu.
Hreyfing: Regluleg hreyfing hjálpar þér að bæta efnaskiptin og brenna hitaeiningum til að þú léttist. Það er góð hugmynd að finna þá hreyfingu sem þér finnst skemmtileg, til dæmis gönguferðir, sund eða hjólreiðar, og láta hana passa inn í hina daglegu rútínu.
Dægurrytmi: Það er mikilvægt að fá nægan svefn og hafa hollan dægurrytma. Þegar þú ert með reglulega rútínu eru meiri líkur á að þú veljir holla kosti þegar kemur að hreyfingu og mataræði. Of lítill svefn getur einnig valdið aukinni matarlyst og tilhneigingu til að taka ákvarðanir sem ýta undir neyslu óholls matar.