fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Kynlífslöngun karla getur haft áhrif á löngun þeirra í langtímasambönd

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. janúar 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar karlar örvast kynferðislega dvínar áhugi þeirra á að vera í föstu sambandi. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Til eru þeir sem játa að þeir laðist að öðru fólki þrátt fyrir að þeir séu í föstu sambandi og svo eru þeir sem halda því fram að þeir laðist ekki að öðru fólki þegar þeir eru í föstu sambandi. En sem betur fer er langt frá hugsun til framkvæmda og það er líklega gott fyrir karla og maka þeirra.

Niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Swansea háskólann í Wales sýnir að karlar verða áhugasamari um skyndikynni þegar þeir eru kynferðislega örvaðir og gildir þá einu þótt þeir séu í föstu sambandi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum að sögn Videnskab.dk. Fram kemur að vísindamennirnir hafi gert ýmsar tilraunir til að rannsaka hvaða áhrif kynferðisleg örvun hafði á óskir karla um rekkjunaut.

Sumum þykja niðurstöðurnar væntanlega sláandi því þegar karlarnir örvuðust kynferðislega jókst áhugi þeirra á afslöppuðum kynferðislegum samböndum (skyndikynnum) og um leið dvínaði áhugi þeirra á föstum maka.

Vísindamennirnir könnuðu ýmsa þætti, til dæmis hvort karlarnir væru í föstu sambandi, klámnotkun þeirra og persónuleika. En ekkert af þessu skipti máli hvað varðaði niðurstöðuna.

Aukinn áhugi karlanna á skammvinnu kynferðislegu sambandi var eingöngu afleiðing af að blóðið streymdi frá einu höfði til annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“