fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Tvær sprengingar í Svíþjóð – Einn alvarlega slasaður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 05:15

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær sprengingar urðu í Svíþjóð í nótt. Klukkan 01.05 varð sprenging við fjölbýlishús í Åstorp, sem er á Skáni, og hálfri klukkustund síðar varð sprenging í Helsinborg. Einn var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús eftir sprenginguna í Åstorp. Hann er 25 ára.

Töluverðar skemmdir urðu á fjölbýlishúsinu að sögn Aftonbladet. Lögreglan rannsakar málið sem morðtilraun. Sá slasaði er sagður hafa verið utanhúss. Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að hann sé alvarlega slasaður á fótum.

Í Helsingborg varð öflug sprenging klukkan 01.31 en sá vettvangur er um 3,5 km frá vettvanginum í Åstorp. Sú sprenging varð við inngang í fjölbýlishús. Enginn slasaðist en töluverðar skemmdir urðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna
Pressan
Í gær

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf