fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Geta greint ýmsar tegundir krabbameins með blóðprufum áður en sjúkdómseinkenni koma fram

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. september 2022 11:30

Krabbameinsfrumur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknar segja að nýtt tímabil krabbameinsleitar sé að hefjast eftir að rannsókn leiddi í ljós að með einfaldri blóðprufu sé hægt að greina ýmsar tegundir krabbameina áður en sjúklingarnir fá sjúkdómseinkenni.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að í Pathfinder rannsókninni hafi blóð úr rúmlega 6.600 manns, 50 ára og eldri, verið rannsakað. Mörg tilfelli krabbameins hafi greinst. Sum hafi verið á byrjunarstigi og þrír fjórðu hlutar hafi verið tegundir sem er ekki skimað reglulega fyrir.

Svokallað Galleri próf var notað í rannsókninni en það leitar að erfðaefni krabbameins í blóði. Prófið hefur verið sagt vera tímamótapróf. Á næsta ári verða birtar niðurstöður stórrar rannsóknar með þetta próf en 165.000 manns tóku þátt í því.

Læknar vonast til að prófið geti bjargað mannslífum með því að greina krabbamein það snemma að skurðaðgerðir og aðrar meðferðir virki betur. Tæknin er þó enn á þróunarstigi.

Prófið finnur krabbamein og spáir fyrir um hvar það er. Þetta gerir læknum kleift að vinna hratt við að staðsetja það og staðfesta að um krabbamein sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“