fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Byggir átta ný lúxushús – Allt til að gera óvinum sínum erfiðara fyrir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 08:00

Kim Jong-un er vígreifur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, hefur látið byggja átta ný lúxushús handa sér í Ch‘angkwangsang, sem er afgirt hverfi í miðborg Pyongyang, sem er höfuðborg Norður-Kóreu.

Einnig er búið að byggja nýtt hús fyrir lífverði einræðisherrans og taka frá land fyrir fleiri lúxushús fyrir hann. Daily Mail skýrir frá þessu og vísar í rannsókn North Korea Leadership Watch en það er bloggsíða þar sem fylgst er með leiðtogum Norður-Kóreu.

Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, rekur vefsíðuna. Hann sagði í samtali við Daily Mail að ein af hugsanlegum ástæðum fyrir þessari framkvæmdagleði leiðtogans sé að gera óvinum erfiðara fyrir við að ráða hann af dögum. Ef árás verði gerð frá öðru ríki, árás sem beinist að einræðisherranum og helstu stjórnstöðvar hersins, þá sé erfitt fyrir árásaraðilann að vita hvar einræðisherrann heldur sig hverju sinni. Hann hafi úr svo mörgum húsum að velja.

Hann sagði að fyrir um tíu árum hafi nágrannarnir í Suður-Kóreu æft slíka árás og hafi það komið norðanmönnum í mikið uppnám.

Madden sagði að árum saman hafi Kim Jong-un leikið einhverskonar „köttur og mús“ leik þar sem hann forðast að koma upp um dvalarstað sinn en vel er fylgst með Norður-Kóreu með gervihnöttum. Stundum ferðist hann eldsnemma að morgni, hann sé með neðanjarðarbyggingar sem hann noti og stundum séu bílalestir sendar af stað sem virðast vera að flytja hann en svo sé ekki.

Hann sagði að einræðisherrann ungi sé með um 13 íbúðarhús til ráðstöfunar víða um landið. Allt séu þetta lúxushús þar sem ekkert sé til sparað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig