fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Pressan

Varhugaverð kynlífsstelling – Varð henni næstum að bana

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. ágúst 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein var nærri því að deyja þegar hún var að hafa samfarir við eiginmann sinn. Hún fann skyndilega fyrir miklum verk í miðjum samförum og var hún flutt á sjúkrahús í skyndi.

Skýrt er frá málinu í American Journal of Case Reports. Þar kemur fram að konan, sem er 45 ára og býr í Mississippi, hafi verið að stunda kynlíf með eiginmanni sínum þegar hún fann skyndilega fyrir „smelli“ í brjóstinu þegar hún fékk fullnægingu.

Þegar þetta gerðist lá hún undir manninum og þrýstust fætur hennar niður að bringu hennar.

Þegar hún kom á sjúkrahúsið var hún beðin um að segja til um hversu mikill sársaukinn væri á skalanum 1 til 10. Svarið var 10.

Rannsóknir leiddu í ljós að blóðþrýstingur hennar var 220/140 en hjá konum á þessum aldri er blóðþrýstingurinn venjulega 120/80.

Henni voru strax gefin sterk verkjalyf til að lina verkin og hjálpa henni að róast.

Konan átti sér sögu um háþrýsting og hafði fengið ávísað lyfjum við honum en þau hafði hún ekki tekið síðasta ári. Hún reykti 6 til 7 sígarettur á dag og hafði gert síðan hún var 17 ára. Rannsókn leiddi ekkert í ljós sem vakti sérstakar áhyggjur lækna.  Þeir gerðu því enn frekari rannsóknir á henni og komust þá að því að þegar hún fékk fullnægingu í fyrrgreindri stellingu hafi blóð lekið í gegnum innsta lag slagæðar og byrjað að renna á milli innri og ytri veggja æðarinnar.

Konan var útskrifuð af sjúkrahúsinu eftir þrjá daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“
Pressan
Í gær

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Í gær

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Í gær

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann