fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Kona og tvö börn hennar frelsuð úr 17 ára ánauð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 20:00

Brasilískur lögreglumaður. Mynd:Governo do Rio de Janeiro/Marcelo Horn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilísk kona og tvö börn hennar voru frelsuð úr ánauð í síðustu viku. Konunni og tveimur fullorðnum börnum hennar hafði verið haldið  í ánauð í 17 ár af eiginmanni konunnar en hann er einnig faðir barnanna.

Brasilísk yfirvöld skýrðu frá þessu í síðustu viku. Það var lögreglan sem frelsaði þau og voru þau öll vannærð og þjáðust af vökvaskorti. Þeim var haldið í húsi í vesturhluta Rio de Janeiro.

Það var nafnlaus ábending sem kom lögreglunni á sporið.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að konan og börn hennar hafi verið bundin föst þegar lögreglan frelsaði þau. Þau hafi verið skítug og soltin.

Börn konunnar eru 19 og 22 ára að sögn brasilískra fjölmiðla.

Fólkið var allt lagt inn á sjúkrahús.

Brasilíski fjölmiðillinn G1 segir að móðirin hafi sagt lögreglunni að hún og börnin hafi stundum ekki fengið mat í þrjá daga í röð og að þau hafi reglulega verið beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Eiginmaður hennar sagði henni að hún myndi ekki fara út úr húsinu „fyrr en hún væri dauð“ að sögn konunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum