fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Kærður fyrir landráð eftir að hafa veifað lásaboga við kastala Englandsdrottningar

Pressan
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 20:30

Elísabet Englandsdrottning

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn tvítugi Jaswant Sing Chail hefur verið ákærður fyrir landráð í Bretlandi eftir að hafa verið handtekinn vopnaður lásboga við Windsor-kastala á jóladag í fyrra. Chail, sem er frá Southampton, verður leiddur fyrir dóm þann 17. ágúst næstkomandi en þegar hann var handtekinn hafði hann í hótunum um að skaða Englandsdrottningu.

Chail komst aðeins inn á lóð Windsor-kastala þar sem hann var stöðvaður af hermönnum á vakt. Elísabet Englandsdrottning var staðsett í kastalanum þegar maðurinn var handtekinn.

Ákvæði laganna sem Chail er ákærður fyrir hefur ekki verið notað í rúm fjörtíu ár en þá var maður að nafni Marcus Sarjeant ákærður fyrir að skjóta sex púðurskotum í átt að Elísabetu þegar hún var farþegi í hestvagni í miðborg Lundúna. Hann viðurkenndi sök í málinu og var dæmdur í fimm ára fangelsi.

Hinn tvítugi Chail
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca