fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Faðir Elon Musk segist ekki vera stoltur af syni sínum

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 11:30

Elon Musk. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Errol Musk, faðir ríkasta manns heims Elon Musk, fór í viðtal hjá ástralskri útvarpsstöð þar sem hann lýsti óánægju sinni með afrek sonar síns. Ástralski miðillinn news.com.au kallaði viðtalið „grimmt“. Aðspurður hvort hann væri stoltur af syni sínum svaraði hann blákalt: „Nei.“ Útvarpsmaðurinn Jackie O á stöðinni KIIS FM í Ástralíu sagði við Errol: „Sonur þinn er snillingur. Hann er ótrúlega ríkur og hefur skapað svo mikið, þú verður að gefa honum það. Ertu stoltur?“

Þessu svaraði Errol: „Veistu, við erum fjölskylda sem hefur verið að gera góða hluti í langan tíma, það er ekki eins og að við byrjuðum bara allt í einu að gera eitthvað.“ Errol gaf Eloni það að hann hafi kannski afrekað mest en bætti við að hann væri helst stoltur af bróður Elons, veitingastaðaeigandanum og kokkinum Kimbal. Errol gerði einnig grín að þyngd Elons og sagði að Elon væri sterklega byggður en að hann væri ekki að borða nógu vel. Hann mældi með fæðubótarefni svo að hann gæti grennst.

Hinn 79 ára Errol á fjögur börn og af þeim tvö með 34 ára fyrrverandi stjúpdóttur sinni, Jönu Bezuidenhout. Þegar hann var spurður út í sambandið lýsti hann því sem „fullkomlega eðlilegu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Í gær

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja