fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
Pressan

„Hróp á hjálp“ – Skefur ekki utan af því í umsögn um nýja bók Jared Kushner

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 22:00

Jared Kushner sést hér við hlið Donald Trump tengdaföður síns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu dögum kemur bókin „Breaking History“ út en þetta er endurminningabók Jared Kushner og fjallar um tíma hans í Hvíta húsinu en hann var ráðgjafi tengdaföður síns, Donald Trump, á meðan hann gegndi forsetaembættinu. En miðað við það sem Dwight Garner, bókarýnir hjá The New York Times, segir þá er það algjör tímaeyðsla að lesa bókina.

Garner er greinilega brugðið yfir hversu léleg bókin er og segir að Kushner líkist brúðu og skrifi eins og brúða. Hann segir að umfjöllunarefnið sé „sérvalið“ þannig að Kushner skýri ekki frá óþægilegum hlutum.

Huffington Post og The Independent segja dóm hans vera „miskunnarlausan“.

Kushner er kvæntur Ivanka Trump, dóttur Donald Trump, og eiga þau þrjú börn. Þrátt fyrir að Kushner hafi haft stöðu ráðgjafa í Hvíta húsinu var hann einn valdamesti maðurinn þar. Sérstök verkefni hans voru að koma á friði í Miðausturlöndum og tryggja tengdaföður sínum endurkjör í kosningunum 2020. Hvorugt tókst.

Garner segir að bók Kushner sé „sálarlaus“ og skrifuð eins og um umsókn væri að ræða. „Málfarið er eins og um umsókn í háskóla sé að ræða. Týpísk setning: „Í umhverfi þar sem álagið er í hámarki, lærði ég að hunsa truflanir og þess í stað þrýsta á að árangur, sem bætir líf, næðist,“ segir Garner um bókina í dómi sínum.

Garner segir einnig að enginn skortur sé á frásögnum af hrósi sem Kushner segist hafa fengið í gegnum árin. Hann segi að fyrrum vinnufélagar hafi meðal annars kallað hann „snilling“, „frábæran“ og „einn besta lobbíistann“.

„Hróp á hjálp,“ eins og sálfræðingur myndi segja, segir Garner.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár særðust í sprengingu í Halle í Þýskalandi

Þrjár særðust í sprengingu í Halle í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mótmælin halda áfram í Íran þrátt fyrir aðvaranir stjórnvalda

Mótmælin halda áfram í Íran þrátt fyrir aðvaranir stjórnvalda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessi atriði eru sögð benda til að foreldrar Madeleine McCann hafi staðið á bak við hvarf hennar

Þessi atriði eru sögð benda til að foreldrar Madeleine McCann hafi staðið á bak við hvarf hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir