fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

„Hróp á hjálp“ – Skefur ekki utan af því í umsögn um nýja bók Jared Kushner

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 22:00

Jared Kushner sést hér við hlið Donald Trump tengdaföður síns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu dögum kemur bókin „Breaking History“ út en þetta er endurminningabók Jared Kushner og fjallar um tíma hans í Hvíta húsinu en hann var ráðgjafi tengdaföður síns, Donald Trump, á meðan hann gegndi forsetaembættinu. En miðað við það sem Dwight Garner, bókarýnir hjá The New York Times, segir þá er það algjör tímaeyðsla að lesa bókina.

Garner er greinilega brugðið yfir hversu léleg bókin er og segir að Kushner líkist brúðu og skrifi eins og brúða. Hann segir að umfjöllunarefnið sé „sérvalið“ þannig að Kushner skýri ekki frá óþægilegum hlutum.

Huffington Post og The Independent segja dóm hans vera „miskunnarlausan“.

Kushner er kvæntur Ivanka Trump, dóttur Donald Trump, og eiga þau þrjú börn. Þrátt fyrir að Kushner hafi haft stöðu ráðgjafa í Hvíta húsinu var hann einn valdamesti maðurinn þar. Sérstök verkefni hans voru að koma á friði í Miðausturlöndum og tryggja tengdaföður sínum endurkjör í kosningunum 2020. Hvorugt tókst.

Garner segir að bók Kushner sé „sálarlaus“ og skrifuð eins og um umsókn væri að ræða. „Málfarið er eins og um umsókn í háskóla sé að ræða. Týpísk setning: „Í umhverfi þar sem álagið er í hámarki, lærði ég að hunsa truflanir og þess í stað þrýsta á að árangur, sem bætir líf, næðist,“ segir Garner um bókina í dómi sínum.

Garner segir einnig að enginn skortur sé á frásögnum af hrósi sem Kushner segist hafa fengið í gegnum árin. Hann segi að fyrrum vinnufélagar hafi meðal annars kallað hann „snilling“, „frábæran“ og „einn besta lobbíistann“.

„Hróp á hjálp,“ eins og sálfræðingur myndi segja, segir Garner.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig