fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Söguleg lög taka gildi í Skotland í dag – Dömubindi og túrtappar verða nú ókeypis

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 09:00

Nú verða tíðavörur ókeypis í Skotlandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag taka söguleg lög gildi í Skotlandi. Frá og með deginum í dag verða dömubindi, túrtappar og aðrar tíðavörur ókeypis fyrir „alla sem hafa þörf fyrir að nota þessar vörur“.

Sky News skýrir frá þessu. Skotland er þar með fyrsta land heims til að gera þessar vörur ókeypis.

Málið hefur verið fyrirferðarmikið í Skotlandi frá 2016. 2020 var lagt fram lagafrumvarp um þetta og samþykkti skoska þingið það.

Samkvæmt lögunum verð ókeypis dömubindi, túrtappar og aðrar tíðavörur í boði í öllum skólum landsins og sú skylda er lögð á sveitarstjórnir og menntastofnanir að sjá til þess að allir, sem þess þurfa, geti fengið þessar vörur án endurgjalds.

Monica Lennon, stjórnmálamaður, hefur frá upphafi verið einn helsti talsmaður laganna sem hún segir „praktísk“ og „framsækin“.

BBC segir að fyrir tveimur árum hafi verið gerð rannsókn á aðgengi að tíðavörum og annað þeim tengt. 2.000 konur tóku þátt í henni. Niðurstaðan var að 10% þeirra höfðu ekki efni á tíðavörum og 15% áttu í vandræðum með að fjármagna kaup á þeim. 71% kvenna á aldrinum 14 til 21 árs sögðu að þeim fyndist vandræðalegt að kaupa tíðavörur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir