fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

„Fallegasta múmía heims“ sögð blikka augunum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 22:00

Rosalia Lombardo í kistu sinni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega 100 árum lést Rosalia Lombardo aðeins tveggja ára að aldri. Árlega koma mörg þúsund manns til Sikileyjar til að sjá hana en hún hefur verið sögð vera „fallegasta múmía heims“.  En óútskýranlegir atburðir eru einnig sagðir tengjast henni og hefur meðal annars verið sagt að hún hafi blikkað til sumra þeirra sem hafa komið til að sjá hana.

Rosalia er geymd í glerkistu og því auðvelt að sjá hana. Hún er meðal um 8.000 múmía sem eru geymdar í sama safninu í Palermo. Sumum ferðamönnum hefur brugðið mjög við að sjá hana „blikka“ en þrátt fyrir að fólk sé fullvisst um að hún hafi blikkað þá gerði hún það nú ekki. Það hefur verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti að hún blikkar ekki augunum og hefur ekki gert frá því að hún lést. Mirror skýrir frá þessu.

Þegar fólk telur sig sjá hana blikka augunum þá er það einfaldlega sjónblekking sem á sér stað vegna þess hvernig birtan fellur á hana.

Um 8.000 múmíur eru í safninu. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Sumir segja að Rosalia líti nánast út eins og hún sé á lífi en lík hennar hefur varðveist mjög vel og er hún enn með ljósa hárið sitt og fallega húð. Raunar hefur þetta ýtt undir samsæriskenningar um að ekki sé um raunverulegt lík að ræða, þetta sé brúða.

En með rannsóknum var sýnt fram á að svo er ekki. Þær leiddu í ljós að líffæri hennar eru enn í líkinu og að heili hennar hafði skroppið saman um helming.

Teppi er yfir henni og er aldrei tekið af en sagt er að það sé sífellt haft á henni til að sýna henni viðeigandi virðingu. En röntgenmyndir sem voru teknar sýna að bæði hendur og fætur eru á sínum stað og í lagi.

Rosalia. Mynd:Wikimedia Commons
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?