fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Bólginn getnaðarlimur og verkir í endaþarmi meðal einkenna apabólu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 20:00

Apabóla veldur meðal annars sárum á borð við þessi. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar upplýsingar eru nú komnar fram um apabólu og einkenni hennar. Áður var talið að einkenni sjúkdómsins líktust einna helst inflúensueinkennum en niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að sjúkdómurinn getur valdið miklum bólgum á getnaðarlim og verkjum í endaþarmi. Svo miklum að leggja þurfi sjúklinga inn á sjúkrahús.

Rannsóknin var nýlega birt í breska vísindaritinu BMJ. Fram að þessu var talið að helstu einkenni apabólu, sem lét venjulega aðeins á sér kræla í Afríku, væru máttleysi, hiti, höfuðverkur og beinverkir. Eftir nokkurra daga veikindi koma síðan blöðrur á sjúklingana.

Í nýju rannsókninni kemur fram að af þeim 197 körlum, sem tóku þátt í henni, hafi 20 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna bólgu í getnaðarlimi og verkja í endaþarmi.

Karlarnir eru allir nema einn samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir en sjúkdómurinn hefur aðallega lagst á samkynhneigða karla utan Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað