fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Úkraínubúar safna milljónum fyrir herinn með sölu nektarmynda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 07:00

Úkraínskir hermenn við víglínuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

700.000 dollurum, sem svarar til um 95 milljóna íslenskra króna, hefur hópur Úkraínubúa safnað fyrir her landsins með því að selja nektarmyndir af sjálfum sér á vefsíðunni Teronlyfans.

Kyvi Independent skýrir frá þessu. Nafnið á vefsíðunni og þar með verkefninu er sótt til orðsins „Onlyfans“, sem er vel þekkt vefsíða þar sem notendur geta keypt sér aðgang að erótísku efni eða klámefni, en „Ter“ er hluti af orði yfir herdeild innan úkraínska hersins, orð sem á íslensku þýðir „Svæðisvarnardeildin“.

Það voru hin úkraínska Anastasija Kuchmenko og hin hvítrússneska Nastija Nasko sem áttu hugmyndin að verkefninu og ýttu því úr vör. Þær eru báðar í Póllandi um þessar mundir.

„Við byrjuðum þetta verkefni af hreinni örvæntingu og í gríni,“ sögðu þessar ungu konur. Í fyrstu seldu þær aðeins myndir af sjálfum sér en síðan hefur fjölgað í hópnum og nú er 40 konur og karlar í honum.

Ekki er í bígerð að hætta verkefninu og sögðu þær stöllur að því verði ekki hætt fyrr en Pútín deyr.

Til að fá aðgang að efni á Teronlyfans verður að láta fé af hendi rakna til ákveðinna verkefna, til dæmis húsaskjól fyrir úkraínska flóttamenn, til Azov-herdeildarinnar og samtaka sem styðja úkraínska herinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá