fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Myrti eiginkonu sína nokkrum klukkustundum eftir brúðkaupið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 20:32

Thomas og Dawn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 27. október á síðasta ári gengu Dawn Walker, 52 ára, og Thomas Nutt, 45 ára, í hjónaband í Yorkshire á Englandi. Fjórum dögum síðar fannst lík Dawn á akri ekki fjarri heimili þeirra.

Dómstóll í Bradford komst að þeirri niðurstöðu í gær að Thomas hefði myrt hana skömmu eftir brúðkaupið. Því næst setti hann lík hennar inn í skáp og geymdi þar um hríð áður en hann setti það í tösku og fór með það út á akur nærri heimili þeirra.  

Daily Mail segir að Thomas hafi ekki komið fyrir dóm en hafi játað að hafa myrt eiginkonu sína en hafi sagt að hann „hafi ekki ætlað að valda henni alvarlegu líkamstjóni þegar hann varð henni að bana“.

Kirsten Hope, réttarmeinafræðingur, kom fyrir dóm og sagðist hafa fengið lík Dawn í svörtu ferðatöskunni sem það fannst í. Var líkið aflagað að hennar sögn.

Thomas sagðist hafa ráðist á Dawn því hún vildi skilja við hann og hafi ætlað saka hann ranglega um nauðgun.

Alistair MacDonald, saksóknari, sagði við upphaf réttarhaldanna að oft sé sagt að brúðkaupsdagur fólks og dagarnir þar á eftir séu meðal hamingjusömustu daga lífsins. Þetta hafi þó ekki verið raunin hjá Dawn því lík hennar hafi fundist í ferðatösku fjórum dögum eftir að hún giftist.

Thomas tilkynnti um hvarf Dawn þann 31. október og sagði að Dawn hefði ekki skila sér heim eftir að hún fór út um morguninn.

Kviðdómendum var sýnd upptaka úr eftirlitsmyndavél þar sem Thomas sást draga stóra ferðatösku út um bakdyrnar heima hjá sér og inn í nærliggjandi runna rétt áður en lögreglan kom til að ræða við hann um hvarf Dawn.

Fyrir dómi kom fram að Thomas og Dawn hefðu verið par í nokkur ár en samband þeirra hefði ekki verið átakalaust. Nágranni þeirra bar að hann hefði séð Dawn með glóðarauga og skurði í andlitinu.

Dómari mun kveða upp úr um refsingu Thomas í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?