fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Stal 7.000 svínslærum frá vinnuveitanda sínum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 15:30

Svínslæri eru vinsæll matur á Spáni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskur karlmaður var nýlega dæmdur í 11 mánaða og 29 daga fangelsi fyrir að hafa stolið 7.000 svínslærum úr vörugeymslunni, sem hann starfaði í,  á sex ára tímabili. Hann seldi svínslærin og hafði 520.000 evrur af vinnuveitanda sínum með þessu.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að þjófnaðurinn hafi staðið yfir frá 2007 til 2013. Maðurinn bar ábyrgð á móttöku svínslæranna og öllum ferlinu varðandi þau í vörugeymslunni. En freistingin var greinilega of mikil því eins og áður sagði stal hann 7.000 lærum og seldi. Hann notaðist við sendiþjónustu til að koma lærunum til kaupenda.

100 af þessum svínslærum voru frá fyrirtækinu Huelva sem er frægt fyrir svínslæri sín sem eru af svörtum svínum sem eru eingöngu alin á akörnum síðustu þrjá mánuði lífsins. Eitt læri kostar rúmlega 500 evrur.

Maðurinn átti sex ára fangelsi yfir höfði sér en slapp vel því málið hafði tafist svo mikið í kerfinu að dómara þótti rétt að halda sig við 11 mánaða og 29 daga fangelsi.

Eiginkona hans var fundin sek um að hafa verið í vitorði með honum. Þeim var gert að greiða fyrrum vinnuveitanda mannsins 529.000 evrur í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega