fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Sagði hann þetta í alvöru? „Enginn vill barna þig ef þú líkist þumalfingri“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 07:02

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Repúblikaninn Matt Gaetz er þekktur fyrir umdeild ummæli og aðgerðir og ummæli sem hann lét falla á laugardaginn bæta enn í safn umdeildra ummæla hans. Hann flutti þá ræðu á ráðstefnu í Tampa í Flórída og ræddi um mótmæli ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna um að afnema alríkisreglur sem tryggðu konum aðgang að þungunarrofi um öll Bandaríkin. Fól rétturinn einstökum ríkjum ákvörðunarvald um þetta.

Gaetz beindi orðum sínum beint að þeim konum sem hafa mótmælt niðurstöðu Hæstaréttar. Að sögn USA Today sagði hann að konur sem mótmæla úrskurðinum séu síður líklegar til að verða barnshafandi því þær séu ekki eins aðlaðandi.

„Af hverju er það svo að konur, sem eru síst líklegar til að verða barnshafandi, hafa mestar áhyggjur af því að fara í þungunarrof? Enginn vill barna þig ef þú líkist þumalfingri,“ sagði hann og lýsti þessum konum sem lágvöxnum og feitum og sagði að þeim veitti ekki af að hreyfa sig í að minnsta kosti klukkustund á dag.

Matt Gaetz. Mynd:AFP

 

 

 

 

 

 

Eins og áður sagði hefur Gaetz áður komist í sviðsljósið vegna orða sinna og aðgerða. Til dæmis mætti hann í bandaríska þinghúsið fyrir tveimur árum með gasgrímu. Hann sagðist vera að gera grín að kórónuveirunni og þeim sóttvarnaráðstöfunum sem gripið hafði verið til.

Stjórnmálaferill hans hangir á bláþræði þessa dagana því hann er grunaður um að hafa stundað kynlíf með ungmenni og að hafa brotið lög um kynlífsviðskipti. Politico segir að mál hans verði tekið fyrir hjá dómstóli í desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða