fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Kanadíska ríkisstjórnin hyggst banna skammbyssur í landinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. júní 2022 20:00

Mynd úr safni. mynd/wiki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíska ríkisstjórnin hefur kynnt lagafrumvarp varðandi skammbyssur. Samkvæmt frumvarpinu verður ólöglegt að kaupa skammbyssur, selja þær, flytja þær inn til landsins eða flytja á milli svæða.

Justin Trudeau, forsætisráðherra, segir að með þessu sé verið að takmarka fjölda skammbyssna í landinu. Reiknað er með að frumvarpið verði að lögum í haust. The Guardian skýrir frá þessu.

Ríkisstjórnin er nú þegar með áætlanir um að banna 1.500 tegundir árásarvopna. Þar undir falla til dæmis AR-15 rifflar. Verður eigendum þeirra boðin greiðsla fyrir að skila þeim inn til yfirvalda. Trudeau sagði að ef einhver vilji eiga árásarvopnið sitt áfram verði að gera það algjörlega óvirkt.

Ríkisstjórnin hefur lengi haft í hyggju að herða lög og reglur varðandi skotvopn en hefur nú hraðað þessum áætlunum sínum í kjölfar fjöldamorða í Uvalde í Texas og Buffalo í New York í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum