fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Sendi typpamyndir á farþega flugvélarinnar en náðist á myndband – „Af hverju ertu að gera þetta?“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 19:30

Til vinstri: Maðurinn sem um ræðir, skjáskot/TikTok - Til hægri: Mynd tekin innan í flugvél Southwest flugfélagsins, mynd tengist fréttinni ekki beint, mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var á dögunum handtekinn af alríkislögreglunni í Bandaríkjunum (FBI) eftir að hafa sent typpamyndir á hóp farþega í miðju flugi. Karlmaðurinn sem um ræðir var sjálfur farþegi í fluginu en hann sendi typpamyndirnar með AirDrop tækninni sem tæki frá Apple notast við.

Málið vakti töluverða athygli eftir að kona í fluginu birti myndbönd af manninum sem um ræðir á samfélagsmiðlinum TikTok. Fyrsta myndbandið hefur fengið rúmlega 7 milljón áhorf á miðlinum en í því sýnir konan hvernig hún lét flugfreyju vita af því að maðurinn sendi myndirnar á sig. Í myndbandinu kemur fram að karlmaðurinn heitir Larry en hann gengst við því að hafa sent ósæmilegu myndirnar þegar flugfreyjan spyr út í þær.

„Af hverju ertu að gera þetta?“ spurði flugfreyjan og þá svaraði Larry einfaldlega: „Ég er bara að hafa smá gaman.“

@daddystrange333Lawrence Martin from Texas, grossssssss. I saw his ipad had airdrop open so I knew it was him, and yes, i sure did make a scene

♬ original sound – DaddyStrange

Í næsta myndbandi sem konan birti um málið segist hún hafa hitt fulltrúa frá alríkislögreglunni sem sagði henni að Larry hafði verið handtekinn og að hann muni dúsa í flugvallarfangelsi yfir helgi. Þá sagði hún að Larry hafi verið að horfa á myndir í iPad-spjaldtölvunni sinni á það sem virtist vera kona að veita munnmök.

Atvikið átti sér stað í flugi á vegum Southwest flugfélagsins en talsmaður félagsins staðfesti sögu konunnar í samtali við New York Post. „Við getum staðfest að þetta óheppilega atvik átti sér stað í nýlegu flugi hjá okkur frá Detroit til Denver,“ sagði talsmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar