fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Stjörnufræðingar fundu hratt stækkandi svarthol

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. júní 2022 19:00

Svarthol.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar fundu nýlega svarthol sem stækkar mjög hratt. Þetta er að þeirra sögn það svarthol sem hefur stækkað hraðast síðust níu milljarða ára.

Vísindamenn við Australina National University (ANU) skýrðu frá þessu nýlega en þeir gerðu þessa uppgötvun í samstarfi við alþjóðlegan hóp vísindamanna.

Þeir segja að massi þessa svarthols sé á við massa þriggja milljóna sóla. Það bætir við sig efni, sem svarar til einnar jarðar, á hverri sekúndu. Birtan sem berst frá því er 7.000 sinnum sterkari en allt það ljós sem er í Vetrarbrautinni okkar.

Christopher Onken, rannsóknastjóri við ANU, sagði að stjörnufræðingar hafi leitað að svartholi sem þessu í rúmlega 50 ár. Þeir hafi fundið mörg þúsund sem eru mun daufari en þetta sem skín ótrúlega mikið að hans sögn. Hann sagði svartholið vera „mjög stórt og óvænta nál í heystakk“.

„Nú viljum við gjarnan vita af hverju það er öðruvísi, áttu einhverjar miklar hörmungar sér stað? Kannski hafa tvær stórar vetrarbrautir rekist saman og við það hefur mikið magn efnis runnið inn í svartholið,“ sagði hann.

Christina Wolf, sem vann að rannsókninni, telur að þetta svarthol sé afbrigðilegt. „Við erum nokkuð viss um að þetta met verður ekki slegið. Við erum einfaldlega orðin uppiskroppa með pláss á himninum þar sem hlutir eins og þessi geta leynst,“ sagði hann.

Vísindamennirnir segja að þetta svarthol sé 500 sinnum stærra en svartholið sem er í Vetrarbrautinni. Það er svo stórt að það er hægt að sjá það frá jörðinni með góðum sjónauka en það þarf að vera á dimmum stað þegar horft er til himins í leit að svartholinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?