fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Drakk 220.000 dósir af Pepsi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. júní 2022 09:00

Hann drakk sem svarar til 220.000 dósa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Andy Curries, 41 árs Walesbúi, hafi verið háður Pepsi. Á 20 árum drakk hann sem svarar til um 220.000 dósa af þessum vinsæla gosdrykk eða 30 dósir á dag. Það eru rúmlega 10 lítrar!

Ladbible skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta þýði að Curries hafi innbyrt átta tonn af sykri en það svarar til sjö milljóna sykurmola.

„Ég hef alltaf elskað bragðið af köldu Pepsi. Ekkert er betra og ég varð bara háður því,“ sagði hann eitt sinn og útskýrði síðan af hverju hann drakk sykraðan gosdrykk í svo miklu magni: „Ég vinn á nóttunni og mér hefur alltaf líkað vel við „sykurvímuna“ sem heldur mér gangandi. Ég drekk fjórar eða fimm tveggja lítra flöskur af Pepsí á dag. Af því að ég vinn í Tesco get ég bara keypt það strax eftir vinnu og tekið með heim.“

Hann sagði einnig að þetta hafi kostað hann háar upphæðir, bílverð á hverju ári.

Hann sagðist hafa verið háður Pepsi og fundist hann þurfa að drekka Pepsi um leið og hann vaknaði. „Ég varð bara að fá það. Um leið og ég vaknaði gekk ég að ísskápnum og helti Pepsi í stórt glas,“ sagði hann.

Hann greindist með sykursýki fyrir nokkrum árum en hélt samt sem áður áfram að drekka Pepsi.

Það var ekki fyrr en hann fékk aðstoð David Kulmurryþerapista og dáleiðara, sem hann gat hætt. „Ég fundaði með David á netinu og hann dáleiddi mig í um 40 mínútur. Ég veit ekki hvað hann sagði en eftir það hef ég ekki haft lyst á Pepsi,“ sagði Curries.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá