fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Öldungadeildarþingmenn náðu samstöðu um herta skotvopnalöggjöf

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 06:58

Það er hægt að kaupa margvísleg skotvopn í Bandaríkjunum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknað er með að öldungadeild Bandaríkjaþings greiði atkvæði fyrir helgi um herta skotvopnalöggjöf. Meirihluti þingmanna deildarinnar greiddi í gær atkvæði með að frumvarpið verði tekið til atkvæðagreiðslu í deildinni.

Fulltrúar Demókrata og Repúblikana hafa unnið að gerð frumvarpsins síðustu vikur og kynntu það fyrir þingmönnum í gær. Markmiðið með því er að takmarka notkun skotvopna í landinu og gera ungu fólki erfiðara fyrir við að kaupa sér skotvopn.

Frumvarpið heitir „Safer Communities“ og er 80 blaðsíður. Reiknað er með að atkvæði verði greidd um það fyrir helgi en þá fara þingmenn í tveggja vikna frí.

Samkvæmt frumvarpinu verða reglur um bakgrunnskönnun hertar hvað varðar fólk yngra en 21 árs sem vill kaupa sér skotvopn. Einnig er ákvæði um aðgerðir til að koma í veg fyrir að skotvopn séu keypt í gegnum þriðja aðila.

Ríkjum landsins verður heimilað að setja lög sem koma í veg fyrir að ákveðnir aðilar geti keypt sér skotvopn ef talið er að þeim sjálfum eða öðrum geti stafað hætta af því. Einnig er kveðið á um stuðning við aukna öryggisgæslu í skólum og aðgerðir til að bæta andlega heilsu landsmanna.

Chuck Schumer, leiðtogi meirihluta Demókrata í öldungadeildinni, sagði að þetta þverpólitíska frumvarp sé framfaraskref og muni bjarga mannslífum. Það taki ekki á öllu því sem Demókratar vildu en samt sé áður sé brýn þörf fyrir það.

Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta Repúblikana í öldungadeildinni, lýsti yfir stuðningi við frumvarpið og sagði það „byggt á heilbrigðri skynsemi“.

Frumvarpið er tilkomið vegna bylgju fjöldamorða með skotvopnum að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 1 viku

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 1 viku

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu
Pressan
Fyrir 1 viku

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 1 viku

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt