fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Kate Bush malar gull á vinsældum „Running Up That Hill“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 05:47

Max hlustar ótt og títt á Running Up That Hill í Stranger Things. Mynd:Netflix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagið „Running Up That Hill“ með Kate Bush nýtur mikilla vinsælda víða um heim þessa dagana. Það sætir auðvitað nokkrum tíðindum því lagið er 37 ára gamalt. Það komst nýlega á topp breska vinsældalistans en því eftirsótta sæti náði það ekki fyrir 37 árum.

Ástæðan fyrir vinsældum lagsins er að það kemur töluvert við sögu í „Stranger Things“ þáttunum sem Netflix framleiðir og sýnir.

Það er Kate Bush sem söng lagið fyrir 37 árum og á höfundarréttinn á því. Það er heldur betur að skila henni háum fjárhæðum þessa dagana vegna hinna nýju vinsælda lagsins.

Hún á höfundarrétt lagsins í gegnum fyrirtæki sitt Noble & Brite auk höfundarréttar á öðrum lögum sínum.

Í síðustu viku var lagið spilað rúmlega 48 milljón sinnum á Spotify. Vikuna áður 57 milljón sinnum og vikuna þar á undan 32 milljón sinnum. Samkvæmt útreikningum Ladbible skilaði þetta rúmlega hálfri milljón dollara inn á reikning Kate Bush.

Billboard reiknaði út hversu miklum tekjum tónlist Kate Bush hefur skilað á árinu í Bandaríkjunum einum. Á fyrstu 21 viku ársins seldust að meðaltali 450 plötur með henni, lögum hennar var hlaðið niður 240 sinnum að meðaltali á viku og streymt 1,2 milljón sinnum. Þetta skilaði 12.000 dollurum á viku.

En síðan tók innkoman vel við sér eftir að fyrstu þættirnir í fjórðu þáttaröð Stranger Things voru teknir til sýninga hjá Netflix. Skyndilega seldust rúmlega 1.000 plötur með Kate Bush í viku hverri, 20.000 lögum var hlaðið niður og lögum hennar var streymt 23 milljón sinnum. Þetta skilaði henni 157.000 dollurum. Vikuna á eftir fékk hún enn hærri upphæð eða 258.000 dollara segir Billboard.

Hún er sögð vera aðdáandi Stranger Things og af þeim sökum heimilaði hún notkun lagsins í þáttunum og því sér hún væntanlega ekki eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest