fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

Fannst þau heyra suð í veggjunum – Út flugu þúsundir býflugna

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas og Marylu Goutierre vissu að það væri eitthvað á seyði þegar þau lögðu eyrun við vegginn og heyrðu suð. Þau töldu suðið vera of mikið til að geta átt uppruna sinn í einhverju heimilistækinu og þau höfðu rétt fyrir sér þar. Suðið kom frá þúsundum býflugna.

Um sex þúsund býflugur voru fjarlægðar nýlega úr veggjum 100 ára húss hjónanna í Omaha-fylki, samkvæmt AP. Parið sagði Omaha World-Herald að þau höfðu verið að gróðursetja blóm fyrir býflugur í garðinum sínum en að þau hefðu aldrei búist við því að þær flyttu inn. Býflugurnar hafa líklega komist inn um holu í múrverkinu.

Vildu ekki hringja í meindýraeyði

Hjónin tóku eftir því að margar býflugur flögruðu um fyrir utan eldhúsgluggann og fundu einnig um 30 býflugur í svefnherbergi á efri hæðinni. „Ef maður lagði eyrun við vegginn gat maður heyrt suðið,“ sagði Thomas Gouttierre, sem er vann hjá Háskólanum í Nebraska í Omaha en er farinn á eftirlaun. Hann sagði það fyrsta sem þeim datt í hug hafa verið að hringja í meindýraeyði en að þau hafi verið að lesa um mikilvægi býflugna fyrir umhverfið.

Hjónin höfðu samband við tvo félaga í Býflugnafélagi Omaha sem fjarlægði býflugurnar með öruggum hætti. Einn félaganna skar holu í vegg heimilisins og saug býflugurnar í kassa til að flytja þær. Þrjú stór bú fundust inni í veggnum. Hjónin sögðust hafa náð að smakka hunangið áður en það var fjarlægt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað