fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Þjóðverjar þurfa að kynda kolaorkuver vegna gasskorts

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júní 2022 19:00

Kolanáma og kolaorkuver í Welzow-Süd í Þýskalandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðverjar verða að draga úr gasnotkun sinni og auka notkun kola til að hægt sé að fylla gastankana fyrir næsta vetur. Þetta sagði Robert Habeck, efnahagsráðherra, í yfirlýsingu í gær. Hann sagði stöðuna vera alvarlega þar sem verið sé að draga úr notkun á rússnesku gasi.

Hann sagði að stjórnvöld væru nú að styrkja viðbúnað sinn og grípi nú til fleiri aðgerða til að draga úr gasnotkun. Það þýði að draga verði enn frekar úr gasnotkun og safna gasi fyrir næsta vetur, að öðrum kosti geti staðan orðið mjög erfið þá.

Þjóðverjar eru mjög háðir rússnesku gasi og á það bæði við um heimilin og fyrirtækin í landinu. Þeim hefur þó tekist að draga úr kaupum á rússnesku gasi frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Nú er hlutfall rússnesks gass komið niður í 35% af heildarinnflutningi gass en var áður 55%. CNN skýrir frá þessu.

Habeck sagði að öruggt væri að landið fái gas þótt staðan á markaði versni. Hækkandi gasverð sé aðferð Pútíns til að reyna að koma Þjóðverjum úr jafnvægi, hækka verðið enn frekar og kljúfa þjóðina. „Við munum ekki láta það gerast. Við munum berjast gegn þessu af festu, nákvæmni og íhygli,“ sagði hann.

Þjóðverjar hafa haft í hyggju að draga úr kolanotkun sinni en Habeck sagði að nú sé nauðsynlegt að kynda kolaknúin raforkuver um hríð til að hægt sé að draga úr gasnotkun til rafmagnsframleiðslu. Þetta sé bitur ákvörðun en eiginlega nauðsynleg til að draga úr gasnotkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós