fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega sagt fyrir um hættuna á hjartaáfalli

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. júní 2022 11:00

Áfengi hefur slæm áhrif á hjartað. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega spáð fyrir um hættuna á hjartaáfalli ef hún er tengd við aðrar upplýsingar.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn the Guardian. Fram kemur að vísindamenn hafi komist að því að með því að sameina upplýsingar um mynstur æða í sjónhimnunni við aðrar hefðbundnar læknisfræðilegar upplýsingar sé betur hægt að leggja mat á hættuna á að fólk fái hjartaáfall en með núverandi aðferðum sem byggja eingöngu á lýðfræðilegum upplýsingum.

Vísindamenn notuðu gögn frá UK Biobank, en þar eru gögn um sjúkrasögu og lífsstíl 500.000 manns, í blöndu við upplýsingar um aldur, kyn, blóðþrýsting, líkamsmassa og reykingar til að rannsaka fólk, sem er skráð í UK Biobank, sem hefur fengið hjartaáfall. Vísindamennirnir öfluðu sér mynda af sjónhimnu fólksins og komust að því að ákveðin einkenni á sjónhimnunni geti gefið vísbendingar um hættuna á hjartaáfalli.

Meðalaldur þeirra sem fá hjartaáfall er 60 ár. Vísindamennirnir komust að því að nýja aðferðin þeirra sagði best fyrir um hjartaáfall fimm árum áður en það átti sér stað.  Þeir vonast til að í framtíðinni verði hægt að nota einfalda augnrannsókn til að spá fyrir um hættuna á að fólk fái hjartaáfall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn