fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Þrjú dularfull dauðsföll á lúxusdvalarstað á Bahamaeyjum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. maí 2022 08:00

Sandals Emerald Bay þar sem fólkið lést.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Bahamaeyjum rannsakar nú dularfull andlát tveggja karla og konu á Sandals Emerald Bay á Great Exuma. Önnur kona var flutt flugleiðis á sjúkrahús. Um bandaríska ríkisborgara er að ræða. Sandals Emerald Bay er fimm stjörnu lúxusstaður.

Sky News hefur eftir lögreglunni að fólkið hafi veikst skyndilega og misst meðvitund.

Ekki hefur verið skýrt frá dánarorsök fólksins en hótelgestur segir að grunur leiki á að „eiturefni“ hafi lekið úr loftkælingunni.

Nokkrir gestir þurftu að leita til læknis vegna flökurleika og uppkasta daginn áður en fólkið lést.

Vincent Chiarella, frá Birmingham í Alabama, er meðal hinna látnu. Hann var að fagna afmæli sínu ásamt eiginkonu sinni Donnis. Sonur þeirra, Austin, sagði í samtali við ABC News að starfsfólk bandaríska sendiráðsins hefði haft samband við hann og hann hefði getað rætt við móður sína sem var flutt með flugvél á sjúkrahús í Flórída. Hún hafi sagt honum að hún hafi vaknað og hafi faðir hans þá legið á gólfinu. Sjálf hafi hún ekki getað hreyft sig. Handleggir hennar og fætur hafi verið bólgnir. Hún hafi öskrað á hjálp.

Chester Cooper, starfandi forsætisráðherra Bahamaeyja, sagði að enn liggi ekki fyrir hver dánarorsök fólksins sé en ekki leiki grunur á að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca